Neytendasamtökin beindu fyrirspurnum til viðskiptabanka á Íslandi sl. vetur um vaxtaútreikning íbúðalána með breytilegum vöxtum. Vísað var til þess að vaxtabreytingar á undangengnum misserum hefðu hvorki fylgt vaxtaákvörðunum Seðlabankans né vaxtaþróun á markaði, og grundvöllur breytinganna væri illskiljanlegur í huga fyrir neytendur margra félagsmanna samtakanna.
Samtökunum bárust svör frá hluta viðskiptabankanna, þar sem leitast var við að útskýra aðferðafræði og lagagrundvöll vaxtaákvarðana bankanna. Svörin voru hins vegar þess eðlis að Neytendasamtökin töldu efni til þess að skoða málið frekar, enda er um að ræða brýnt hagsmunamál fyrir neytendur.
Á vegum Neytendasamtakanna var unnin greining sem sýnir að vaxtaálag bankanna hafi aukist á undanförnum misserum. Þá leituðu samtökin til Lögfræðistofu Reykjavíkur sem greindi framkvæmd og lagagrundvöll lána til neytenda með breytilegum vöxtum. Niðurstöður þeirrar greiningar er að framkvæmd bankanna er varðar vaxtabreytingar á lánum með breytilega vexti uppfylli í mörgum tilvikum ekki þær kröfur sem gera verður um gagnsæi. Staðlaðir skilmálar lána til neytenda standist oft ekki lögmæltar kröfur um upplýsingagjöf og skýrleika sem leiði af sér mikið ójafnvægi í samningssambandi neytanda og bankanna. Þá kemur fram að bankarnir hafi ekki lækkað vexti í samræmi við eigin ákvæði í lánasamningum, til dæmis í samræmi við þróun stýrivaxta Seðlabankans. Þó fjárhæðirnar séu ekki alltaf háar fyrir hvern og einn lántaka, eru þetta verulegar upphæðir séu þær lagðar saman.
Neytendasamtökin hafa sent Arion banka, Landsbankanum og Íslandsbanka kröfubréf með alvarlegum athugasemdum og skora á bankana að:
Samtökunum bárust svör frá hluta viðskiptabankanna, þar sem leitast var við að útskýra aðferðafræði og lagagrundvöll vaxtaákvarðana bankanna. Svörin voru hins vegar þess eðlis að Neytendasamtökin töldu efni til þess að skoða málið frekar, enda er um að ræða brýnt hagsmunamál fyrir neytendur.
Á vegum Neytendasamtakanna var unnin greining sem sýnir að vaxtaálag bankanna hafi aukist á undanförnum misserum. Þá leituðu samtökin til Lögfræðistofu Reykjavíkur sem greindi framkvæmd og lagagrundvöll lána til neytenda með breytilegum vöxtum. Niðurstöður þeirrar greiningar er að framkvæmd bankanna er varðar vaxtabreytingar á lánum með breytilega vexti uppfylli í mörgum tilvikum ekki þær kröfur sem gera verður um gagnsæi. Staðlaðir skilmálar lána til neytenda standist oft ekki lögmæltar kröfur um upplýsingagjöf og skýrleika sem leiði af sér mikið ójafnvægi í samningssambandi neytanda og bankanna. Þá kemur fram að bankarnir hafi ekki lækkað vexti í samræmi við eigin ákvæði í lánasamningum, til dæmis í samræmi við þróun stýrivaxta Seðlabankans. Þó fjárhæðirnar séu ekki alltaf háar fyrir hvern og einn lántaka, eru þetta verulegar upphæðir séu þær lagðar saman.
Neytendasamtökin hafa sent Arion banka, Landsbankanum og Íslandsbanka kröfubréf með alvarlegum athugasemdum og skora á bankana að:
- lagfæra skilmála og framkvæmd vaxtabreytinga, sem lúta að samningum um breytilega vexti, og grundvelli vaxtabreytingar á viðmiðum sem eru skýr, aðgengileg og hlutlæg og unnt að sannreyna, eins og lög gera ráð fyrir, og
- leiðrétta hlut þeirra neytenda sem hallað hefur verið á með ákvörðunum um vaxtabreytingar, sem teknar hafa verið á grundvelli óskýrra og ófullnægjandi skilmála.
Neytendasamtökin telja brýnt að jafn mikilvægar ákvarðanir og breytingar á vaxtastigi lána séu skiljanlegar og gagnsæjar og máli sínu til stuðnings vísa samtökin til úrskurða Neytendastofu, dóma Hæstaréttar og Evrópudómstólsins.
Nú þegar vaxtabreytingar eru mjög í deiglunni og stjórnendur Seðlabankans stíga fram og vara við að vextir lána muni hækka er réttlát og lögleg framkvæmd vaxtabreytinga eitt stærsta hagsmunamál neytenda og brýnt að framkvæmd breytinga verði komið í skikk áður en næsti vaxtahækkunarfasi hefst.
Bankarnir hafa til 24. september til þess að bregðast við kröfum Neytendasamtakanna.
Greinargerð Lögfræðistofu Reykjavíkur má finna hér og hér.
Umræða