Hugleiðingar veðurfræðings
Vaxandi lægð sunnan úr hafi gengur ákveðið norður yfir land í dag og hvessir þá heldur og rignir á austurhelmingnum, en snýst í vestlæga átt og rofar til þegar lægðin er komin yfir Norðurland. Lægð þessi er sem betur fer hvorki mjög djúp né kröpp, þannig að vindar verða í lægri kantinum. Rignir þó af talsverðum ákafa á suðausturhluta landsins eins og í Mýrdal og Öræfum, en mun minna annars staðar. Á morgun snýst í fremur hæga norðlæga átt og kólnar nokkuð. Dálitlar skúrir á víð og dreif og sums staðar slydduél fyrir norðan, en þurrt að kalla suðvestan til. Spáð er nokkuð órólegu veðri seinna í vikunni, en þó engum ofsa.
Spá gerð: 27.09.2020 06:07. Gildir til: 28.09.2020 00:00.
Veðuryfirlit
Skammt A af Ammasalik er kyrrstæð 992 mb lægð, sem grynnist heldur, en um 600 km S af Dyrhólaey er vaxandi 1002 mb lægð á leið N. Yfir N-Noregi er 1031 mb hæð og frá henni teygir sig hæðarhryggurir til Bretlandseyja.
Samantekt gerð: 27.09.2020 07:33.
Veðurhorfur á landinu
Fremur hæg breytileg átt, en suðaustan 8-15 m/s austantil á landinu. Víða rigning, en úrkomulítið vestanlands. Hiti 4 til 11 stig, hlýjast á Austurlandi. Vestlægari og styttir að mestu upp í kvöld, og kólnar heldur.
Norðlæg átt á morgun, víða 5-10 m/s. Dálitlar skúrir í flestum landshlutum en þurrt að kalla sunnan- og vestanlands og slydduél norðvestantil annað kvöld. Hiti 1 til 9 stig, hlýjast syðst.
Spá gerð: 27.09.2020 10:52. Gildir til: 29.09.2020 00:00.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Norðvestan 3-8 m/s og dálítil rigning en léttir til seinnipartinn. Hæg norðlæg átt og bjart með köflum á morgun. Hiti 4 til 9 stig.
Spá gerð: 27.09.2020 10:48. Gildir til: 29.09.2020 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Suðlæg átt, 3-8 m/s, en norðaustan 8-13 norðvestantil á landinu. Rigning í flestum landshlutum, en úrkomulítið norðaustanlands. Hiti 1 til 9 stig, hlyjast á Suðausturlandi.
Á miðvikudag:
Austlæg eða breytileg átt 8-15 m/s og víða rigning, talsverð rigning suðaustantil, en úrkomulítð suðvestanlands. Hiti 3 til 10 stig, hlýjast á Norðausturlandi.
Á fimmtudag:
Vestlæg eða breytileg átt 3-10 m/s. Rigning með köflum um norðanvert landið en úrkomulítið sunnantil. Hiti víða 2 til 7 stig.
Á föstudag:
Útlit fyrir norðlæga átt og víða rigning, en að mestu þurrt um vestanvert landið. Hiti 3 til 8 stig.
Á laugardag:
Líklega austanátt með skúrum, en þurrt norðan og vestantil. Hlýnandi veður.