Tilkynnt var um vopnað rán, matvöruverslun í austurbænum. Maður kom inn í verslunina og ógnaði þar starfsstúlku með eggvopni og flúði af vettvangi með peninga í fórum sínum.
Þjófurinn var handtekinn af sérsveit lögreglu á Austurvelli u.þ.b. klukkustund síðar og vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.
Umræða