Nýjasti tískudrykkurinn fyrir veruleikafyrrta hyskið í 101 Reykjavík á Kjarvalstofu
Guðmundur Franklín Jónsson kom víða við í einum af þremur vikulegum pistlum sínum á netinu í vikunni þar sem hann fjallaði m.a. um kosningarnar í USA og horfur í efnahagsmálum íslensku þjóðarinnar, nýja stjórnarskrá og veruleikafyrringuna sem tengist borgarlínunni.
Borgin getur farið á hausinn
,,Borgin getur farið á hausinn en getur hækkað fasteignagjöldin segir Guðmundur Franklín um horfurnar í efnahagsmálum.“ Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn verður formlega stofnaður í lok janúar. Um 200 manna hópur er að búa til stefnuskrá flokksins og segir Guðmundur hana verða mjög ítarlega þar sem öll mál verða tekin föstum tökum og barist harkalega gegn spillingunni sem hefur fengið að grassera á Íslandi í áratugi. Það sé alveg kristaltært að auðlindirnar verði í eigu þjóðarinnar og að þeim verði ekki komið fyrir sem einkaeign stórfyrirtækja eins og t.d. Samherja. Margt fleira kemur fram í pistlinum hér að neðan:
Fyrsta verk nýja flokksins verður að opna leyniskjölin
Umræða