Við eftirlit með neysluvatni 2017-2019 greindust saurgerlar í vatni frá níu vatnsveitum af 49. Veiturnar níu þjóna rúmlega 1% landsmanna. Í einu tilfelli var um alvarlegt frávik að ræða, þar sem mistök urðu til þess að menguðu vatni var hleypt inn á dreifikerfið. Hjá öðrum veitum var mengunin ekki mikil.
Matvælastofnun hefur tekið saman yfirlit yfir eftirlit með neysluvatni árin 2017, 2018 og 2019. Yfirlitið er byggt á gögnum frá heilbrigðiseftirliti sveitafélaga sem hefur eftirlit með vatnsveitum og nær til veitna sem þjóna 500 íbúum eða fleiri. Veiturnar eru 49 talsins og þjóna þær yfir 95% landsmanna.
Umræða