Bifreið var stöðvuð í austurbænum í gærkvöld þar sem ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum lyfja og að aka um á ótryggðu ökutæki. Maðurinn var handtekinn og var laus úr haldi að lokinni sýnatöku. Þá var bifreið einnig stöðvuð í Hafnarfirði og er ökumaður hennar grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna, ökumaðurinn var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða og var laus úr haldi lögreglu að lokinni sýnatöku.
Þá voru þrír handteknir vegna gruns um sölu og dreifingu fíkniefna og voru vistaðir í fangaklefa í þágu rannsóknar máls. Bifreið var stöðvuð í Múlahverfi, ökumaðurinn er grunaður um ólöglega dvöl í landinu og vistaður í fangaklefa.
Rétt fyrir klukkan tvö í nótt voru Þrír aðilar handteknir í austurbæ grunaðir um fjárkúgun og frelsissviptungu og vour þeir vistaðir í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.