Lánakerfi notað til fölsunar og beins þjófnaðar af lántakendum
Aðalrétturinn: Heyrðu Ari. Geturðu útskýrt hvað þessir útreikningar eru að segja í þessum myndum sem fylgja með? Ég er ekki vanur mikilli stærðfræði
Sjálfsagt Bjarni. Ef þú horfir á skrána að neðan, þá er lánið í upphafi kr.10.milljónir. Guli dálkurinn til vinstri sýnir mánaðarlegar afborganir og hægri guli dálkurinn sýnir eftirstöðvar eftir greiðslu. (Hérna er vöxtum og verðbótum sleppt, þær koma í seinni grein)
Neðri hlutinn í myndinni sýnir mikilvæg atriði. Það eru 40 ár og 12 gjd. á ári svo gjalddagar eru 480 gjalddagar samtals. Skoðaðu síðasta gjalddagann sem borgar upp lánið. kr.46.069.- Hann er ótengdur Eftirstöðum með Verðbótum
Lánið er búið þegar gjalddagi 480 er búinn.
Taktu eftir að dálkarnir tveir til hægri: Áfallnar verðbætur og Eftirstöðvar með verðbótum skipta engu máli við útreikning lánsins. Þess vegna getur verið núll í þeim dálkum, eins og er í annarri myndinni.
Þessi útreikningur er eiginlega sönnun með tölum að formúlan gefur eina niðurstöðu. Sú niðurstaða er í gulu dálkunum tveimur en hinir dálkarnir til hægri skipta alls ekki máli hvernig lánið lækkar.
Þú sérð á hinni myndinni. Þar eru tölur í dálkunum með Áfallnar verðbætur og Eftirstöðvar með verðbótum, og þær tölur sýna í raun árslokaverðlag, (Þær sýna tölur í lok hvers mánaðar) en markmiðið er að sýna skuld í lok árs.
Og nú ætla ég að útskýra hvernig þetta lánakerfi er notað til fölsunar og beins þjófnaðar af lántakendum.
Fölsun: Þetta eru stór orð að segja fölsun og þjófnaður. En frá 2001 voru verðbólgu reikningsskil afnumin.
En ef þú Bjarni ætlar að selja þína eign og Uppreiknaðar eftirstöðvar eru kr.14,2 millj. og lánið byrjaði í kr.10 millj. Sérðu eitthvað vit í að þú skuldar meira en þegar þú byrjaðir fyrir 15 árum?
Skuldin þín á að vera sú sama og hjá mér eða kr.8,3 millj. Skuld á að lækka þegar borgað er af henni. Það er mjög einfalt.
Formúlan reiknar lánin okkar beggja alveg eins,
(En vextir og verðbætur eru önnur Ella sem koma síðar í annari grein í Fréttatímanum).
Við sölu á þinni eign ertu búinn að tapa 14,2-8,3=5.9 millj. Það munar um minna. Og það sama gildir um alla fasteigna eigendur. Eignirnar eru reiknaðar af þeim.
En það má staðhæfa að lánin eftir hverja greiðslu (allavega eftir 2001) eiga að vera á nafnverði, því frá 2001 voru verðbólgu reikningsskil afnumin.
En Ari af hverju er þetta gert svona?
Það er vegna þess að REGLUR koma frá Seðlabankanum um að reikna eigi þetta svona. REGLURnar eru dagsettar 29.okt 2019, undirskrifaðar af Seðlabankastjóra og lögfræðingi Seðlabanka og staðfestar af fjármálaráðherra. En REGLURnar hafa ekki skriflegan gildistíma. Svo stóra spurningin er hvort vilji sé til að þær séu felldar úr gildi?
En það er því miður hrein og klár fölsun að reikna á nafnverðið Áfallnar verðbætur og búa til Eftirstöðvar með verðbótum.
Fölsun:
Fölsun: Þessi eigna skráning að auka skuld með áföllnum verðbótum er andstæð eignarhluta stjórnarskrárinnar. Þar á fólk fyrst að taka eftir svindlinu.
Hvaða rök styðja að verðtryggð lán séu að hækka alltaf, miðað við óverðtryggð lán sem lækka, þegar reikniformúlan er sú sama?
Með Eftirstöðvum með áföllnum verðbótum er eignarhluti lánþega sýndur minni en hann er hverju sinni.
Svo eru tvær hliðar á þessari fölsun. Þessi þáttur fölsunar átti stærstan hlut í að fólk með verðtryggð lán sá sín lán hækka um 50% á fáum árum um og eftir bankahrunið og fólk tapaði sínum eignum í stórum stíl.
Einfalt dæmi: Bankar lánuðu nánast 100% fyrir kaupverði fasteignar. Svo fara lán upp um 50% út af þessum Uppreiknuðu eftirstöðum og fólk tapaði sínum eignum. Og fólkið sem vann fyrir Sigmund var gagnslaust af því það sá ekki vandann og leiðrétti hann ekki.
Svo er það hin hliðin á þessu kerfi fölsunar. Það er kerfislægi þátturinn eða heildarmyndin í þessu. Lántakar eru sýndir skulda meira en eðlilegt er. Og við hverja hækkun vísitölunnar eru skuldir lántakenda sýndar aukast og eignir lánveitenda sýndar aukast. Það fáránlega er að þessar hækkuðu skuldir eru ekki borgaðar. Töflureikningurinn sýnir það.
Verðtryggðar greiðslur og vextir er borgað og það verður sýnt bráðum hér, Þær greiðslur tengjast alls ekki Áföllnum Verðbótum sem leggjast á höfuðstól. Þannig eru lánveitendur fasteignalána að skreyta sig með stolnum fjöðrum.
Sá sem skrifar þetta og er ábyrgur fyrir efninu áskilur sér laun fyrir sína vinnu, leiði þetta til lagfæringa á lánakerfum og hefur þá til viðmiðunar það sem Sigmundarhópurinn fékk fyrir sína vinnu.
En næst verður fjallað um STULD því ef fólk vill borga inn á höfuðstól verðtryggðra lána, þá á sér stað stuldur af þeim sem borga inn á höfuðstólinn
https://gamli.frettatiminn.is/09/12/2020/verdtryggdu-lanin-hafa-verid-thjofa-og-folsunarkerfi-fra-2001/