Slys varð við Kleifarvatn nú í hádeginu. Manneskja féll ofan í vatnið og eru sjúkraflutningamenn og lögregla á leið á vettvang.
Ekki liggur fyrir hversu alvarlegt slysið er á þessarri stundu en samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu eru sjúkraflutningamenn og lögregla á leið á vettvang. Rúv.is greindi fyrst frá.
Þyrla Landhelgisgæslunar var kölluð út vegna slyssins og er hún á leið á vettvang. Björgunarsveitir frá Grindavík, Reykjanesbæ og höfuðborgarsvæðinu eru einnig á leið á vettvang. Fyrstu viðbragðsaðilar eru komnir á staðinn að sögn Rúv.
Umræða