Vegna snjóflóðahættu hefur Veðurstofa Íslands ákveðið rýmingu á reitum 4 og 6 á Seyðisfirði samkvæmt meðfylgjandi snjóflóðarýmingarkorti. Rýming tekur gildi klukkan 21:00 í kvöld.
Íbúar á þessum svæðum tveimur hafa þegar verið upplýstir. Um er að ræða sjö einstaklinga í þremur húsum. Ekki er gert ráð fyrir frekari rýmingu að svo stöddu. Vel er þó fylgst með sem fyrr hjá Veðurstofu. Tilkynningar munu sendar komi til frekari ráðstafana.
Þór, varðskip Landhelgisgæslunnar sem staðsett er á Reyðarfirði mun fljótlega færa sig yfir til Seyðisfjarðar. Um öryggisráðstöfun er að ræða.
Hér er tengill á rýmingarkort frá Veðurstofu Íslands: https://www.vedur.is/gogn/snjoflod/ryming/rymingarkort/se_rymingarkort_07.pdf
Krapaflóð féll á Hringveg 1 í sunnanverðum Fáskrúðsfirði og lokaði Þjóðvegi 1. Þetta er annað flóðið sem fallið hefur á vegi á Austfjörðum í dag, að því er segir í tilkynningu frá Lögreglunni á Austurlandi. Vegurinn hefur verið opnaður aftur.