,,Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn mun aflétta leyndinni af skjölunum sem Alþingi ákvað að verði leynt í 110 ár, það verður gert einn tveir og þrír. Heimildir eru til þess að aflétta leyndinni og það verður gert“ Segir Guðmundur Franklín Jónsson sem segir að stefnumál flokksins séu í hraðri vinnslu en það sé ekki hyggilegt að sýna á öll spilin strax þar sem stefnulausir flokkar kóperi þá stefnu flokksins og geri að sinni stefnu en standa svo auðvitað aldrei við þá stefnu. Það sé þó kristaltært að tekið verði harkalega á spillingunni á Íslandi og kvótakerfinu sem sé rotið, en allri flokkar á Alþingi segjast alltaf ætla að taka á því kerfi en í rauninni sé enginn vilji eða geta, enda hafa þeir ekkert gert.
,,Passið ykkur á smjörklípum og falsfréttum í þjóðfélaginu kæru vinir, við höfum það sæmilegt en þjóðin getur haft það margfalt betra ef við breytum þjóðfélaginu. Það eru öfl sem vilja alls engar breytingar og flokkar sem eru á Alþingi standa vörð um að halda öllu óbreyttu og hugsa bara um hag fárra útvaldra.“
Posted by Guðmundur Franklín Jónsson on Wednesday, 17 February 2021