Ekkert annað kemur til greina en fullt gjald til þjóðarinnar
,,Við verðum að endurskoða og breyta fiskveiðikerfinu, það er hvert hneykslismálið á fætur öðru sem kemur reglulega upp í þessu umdeilda og gallaða kerfi. Kerfi sem 86% þjóðarinnar er á móti enda er það meingallað og hefur ekki skilað okkur þeim árangri sem að var stefnt fyrir 36 árum. Kerfið var sett á legg til að vernda fiskinn í sjónum og byggðir landsins en breyttist fljótlega í það að vernda kvótahafana og braskarana.“ Segir Guðmundur Franklín Jónsson sem segir að Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn muni vinna að því að breyta kvótakerfinu til betri vegar.
Hægt að sækja um 95% af fyrri úthlutun
Kvótasjóður ríkissjóðs mun verða stofnaður, þar verður farið yfir umsóknir um veiðiheimildir. Hægt verður að sækja um 95% af kvóta fyrra árs en það er alls ekki víst að viðkomandi útgerð fái þann kvóta. Einhverjir fá full 95% aðrir minna, 10, 50 eða 80% eða jafnvel ekki neitt. Ef fyrirtækið er t.d. farið yfir lögbundið kvótaþak, verður það svipt þeim kvóta sem því nemur og fer sá kvóti inn í kvótasjóðinn.
Gervi útgerðarmenn sviptir kvóta
Þá verða þeir sviptir kvóta sem hafa ekkert með hann að gera og hafa leigt kvótann frá sér um árabil. Það er óþarfi að ríkið sé að ónáða slíka aðila með því að færa þeim kvóta upp á milljónatugi á hverju ári, sem þeir svo leigja frá sér og telja þar með að þeir hafi ekkert við kvótann að gera. Slík útgerð fengi engan kvóta úthlutaðan og sá kvóti færi í kvótasjóð ríkissins og honum yrði deilt t.d. í nýliðun í greininni og byggðasjónarmið munu þar einnig ráða ferðinni.“
Til að auka verðmæti þjóðarinnar fyrir auðlind sína, þá fá þeir sem flytja út óunninn fisk að hámarki 90% úthlutað af kvóta en við munum skerða kvóta þeirra sem ekki eru að skila þjóðinni þeim arði sem er ásættanlegur og í þeim efnum kemur ekkert annað til greina en full gjald til þjóðarinnar.“
https://www.youtube.com/watch?v=1uGvJJ5AsNU&t=5s