Um klukkan hálf tíu í gærkvöld car tilkynnt um umferðarslys / bílveltu á Þingvallavegi. Ökumaður hafði misstt stjórn á bifreið sinni og ekið út af veginum og hafnaði á hvolfi í skurði.
Sjúkrabifreið kom á vettvang og eftir skoðun á ökumanni var hann fluttur á Bráðadeild til aðhlynningar. Að lokinni aðhlynningu, var ökumaðurinn handtekinn grunaður um ölvun við akstur og vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.
Umræða