Tveir voru í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaðir í tíu vikna farbann, eða til miðvikudagsins 2. júní, að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á manndrápi í austurborginni í síðasta mánuði.
Báðir höfðu áður sætt gæsluvarðhaldi, en ekki var lögð fram krafa um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir þeim.
Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.
Umræða