Gefnar hafa verið út gular og appelsínugular viðvaranir vegna hvassviðris og hríðar. Búist er við talsverðri snjókomu með skafrenningi, lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Vindur verður víða 20-25m/s með snörpum vinstrengjum við fjöll.
Hugleiðingar veðurfræðings
Í dag gengur á með norðanhríðarverðri á norðurhluta landins, en léttir smám saman til fyrir sunnan, en jafnramt hvessir mjög suðustan til með öflugum vindstrengjum og snörpum hviður þegar líður á daginn. Ferðamenn eru því hvattir til að kanna veðurspár, viðvaranir og ástand vega áður en lagt er af stað í ferðalög. Í nótt lægir víða og rofar til, en þar með er ekki allt fallið í ljúfa löð, því í fyrramálið fer að hvessa úr austri og þykkna upp. Bætir enn í vind eftir hádegi og gengur í austan- og norðaustanstorm með snjókomu eða skafrenningi um kvöldið. Mun hægari vindar og úrkomulítið norðaustan til.
Á pálmasunnudag snýst líklega enn í norðanátt með ofankomu, einkum á norðurhelming landsins og útlit er að áfram verði fremur kalt í veðri næstu daga. Því má reikna með helling af nýjum veðurviðvörunum fyrir helgina. Spá gerð: 26.03.2021 06:37. Gildir til: 27.03.2021 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Norðan 10-15 m/s og snjókoma eða él, en heldur hvassara í vindstrengjum austast á landinu. Frost 1 til 10 stig. Lægir víða og styttir upp í kvöld og nótt og herðir talsvert á frosti. Vaxandi austan- og norðaustanátt á morgun, víða 18-25 m/s og snjókoma með köflum annað kvöld, en hægari vindur um landið NA-vert. Dregur aftur úr frosti. Spá gerð: 26.03.2021 11:08. Gildir til: 28.03.2021 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag (pálmasunnudagur):
Norðan- og norðvestan 10-18 m/s og snjókoma, en hægari vindur og dálítil él sunnan heiða. Frost 0 til 6 stig.
Á mánudag:
Norðan og norðvestan 8-15 og éljagangur, en léttskýjað um landið S-vert. Heldur kólnandi.
Á þriðjudag:
Fremur hæg vestlæg eða breytileg átt. Víða bjartviðri og frost 2 til 8 stig, en skýjað með köflum og frostlaust við V-ströndina.
Á miðvikudag og fimmtudag (skírdagur):
Vestanátt og skýjað með köflum, en léttskýjað um landið A-vert. Heldur hlýnandi. Spá gerð: 26.03.2021 08:50. Gildir til: 02.04.2021 12:00.