,,Við erum að veiða síli með háfunum okkar og við höfum fengið nokkur, þetta er gaman“ sögðu ungu veiðimennirnir við Hvaleyrarvatn í Hafnafirði en þar er bæði urriði og bleikja en lítið hefur verið talað um veiðiskap í vatninu í gegnum tíðina, en það eru fiskar í vatninu en engir hvalir.
Veiðimenn voru að reyna við vatnið í gær en með misjöfnum árangri og ekki var mikið af hafa nema nokkur síli. Í einum hluta vatnsins stóð veiðikennsla yfir, þar sem ung stúlka kenndi ungum veiðimanni, kærastanum, að veiða og reyndu þau að veiða fisk í vatninu. Kennslan var fróðleg en fiskurinn eitthvað tregur.
Hvaleyrarvatn er nokkuð stór vatn en aldrei hefur verið talað mikið um veiðiskap þar um slóðir. En það er líf.
Myndir: Veiðimenn á öllum aldrei við vatnið í gærdag. Myndir María Gunnarsdóttir