Það styttist all verulega í að laxveiðin byrji fyrir alvöru en fyrstu veiðimenn sumarsins hefja veiðina í Þjórsá eins og síðustu árin. En 1.júní byrjar fjörið í Urriðafossi og það veiðast örugglega laxar fyrsta daginn. ,,Já Þjórsá , Urriðafossinn, opnar aðeins seinna en í fyrra og ég , Harpa, Haukur Hlíðkvist og sonur hans opnum“ sagði Stefán Sigurðsson þegar við spurðum um opnun árinnar og verður spennandi að sjá hverning veiðin gengur fyrstu klukkutímana.
En allt er breytingum háð. en það var alltaf Borgarfjörðurinn sem hóf veiðiskapinn Norðurá í Borgarfirði og Straumunum. Það er liðinn tíð en fyrstu og stærstu laxarnir mæta í Hvítá í apríl og það breytist ekki, en laxinn hefur smækkað, það er heila málið. Stóru löxunum fækkar með hverju árinu, alla vega í Hvítá.
Það er mörg ár síðan Björn Blöndal fór með stöngina sína og kastaði í Hvítá fyrir boltafiska, það var ævintýri. Fiskarnir sem gengu fyrst í Hvítá í byrjun apríl, þeir voru enginn smásmiði, en síðan eru liðin mörg ár.
Erfitt að segja til um veiðina í sumar fiskifræðingarnir hafa lítið sagt, og veðurfræðingarnir eru ekki blautir á bakvið eyrun enda helvítis þurrka tíð þessa dagana. Vonandi rignir í sumar, duglega, alla vega hérna vestanlands. Ekki mun veita af þar sem lítill sem enginn snjór var í vetur og laxinn á leiðinni innan fárra daga.
Sumarið verður auðvitað spennandi, allt getur gerst í laxveiðiánum og enginn veit hver veiðir stærsta fiskinn. Allt hefur breyst í Laxá í Aðaldal og allt orðið sama svæðið, það var ekki galinn hugmynd. En núna má bara hlýna, það vilja allir og veiran hverfi fyrir fullt og allt. Þá er okkur borgið.