Flott veiði hefur verið á svæðinu
,,Þetta var meiriháttar og gaman af þessu, Nils er ótrúlegur leiðsögumaður“ sagði Össur Skarphéðinsson en hann veiddi á stuttum tíma á ION svæðinu á Þingvöllum, tvo flotta urriða i dag og þeir veiddust á þurrflugur.
,,Veðurfarið var meiriháttar á Þingvöllum og mikið af fiski þarna. Þingvallavatn er ótrúlega skemmtilegt vatn og mikið af flottum urriðum“ sagði Össur er hann landaði seinni fisknum en mikið er af fiski á veiðisvæðinu. Það voru komnir 12 fiskar á land þegar við yfirgáfum svæðið og stórir að sýna sig en voru tregir.
Á ION svæðinu hafa veiðst yfir 1400 urriðar og margir vel vænir. Fiskurinn var að vaka víða og sumir vel vænir. Gaman var að sjá urriðann taka þurrfluguna á yfirborðinu. Bara snilld.