Hugleiðingar veðurfræðings
Austlæg eða breytileg átt í dag, gola eða kaldi. Léttskýjað norðaustantil á landinu, en skýjað með köflum annars staðar og jafnvel síðdegisskúrir á stöku stað. Norðlægari vindur á morgun og bjart veður S- og V-lands, en dálítil rigning austast. Fremur hlýtt í veðri.
Veðuryfirlit
400 km VNV af Írlandi er allvíðáttumikil 988 mb lægð sem þokast NA.
Veðurhorfur á landinu
Austlæg eða breytileg átt 3-10 m/s. Yfirleitt léttskýjað NA-lands, en skýjað með köflum annars staðar og skúrir á stöku stað síðdegis. Hiti víða 13 til 21 stig að deginum, hlýjast í innsveitum á NA-landi. Norðlægari vindur í kvöld og þokuloft við N-ströndina.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Norðvestan 3-8 m/s í dag, skýjað með köflum og hiti 12 til 15 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag:
Norðan og norðvestan 5-10 m/s. Skýjað með köflum og sums staðar lítilsháttar væta, hiti 7 til 13 stig. Víða bjartviðri á S- og V-landi og hiti 12 til 20 stig yfir daginn.
Á sunnudag:
Breytileg átt 3-8 og stöku skúrir á SA-landi. Skýjað með köflum annars staðar, en léttir til NA-lands með deginum. Hiti 8 til 16 stig.
Á mánudag og þriðjudag:
Vestlæg eða breytileg átt. Skýjað og úrkomulítið, en bjart með köflum um landið A-vert. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á NA- og A-landi.
Á miðvikudag:
Útlit fyrir norðlæga átt með lítilsháttar vætu um landið N-vert.