Sunnudagskvöldið 12. september nk. sýnir Hringbraut sjónvarpsþátt undir yfirskriftinni Kjör aldraðra. Eins og heitið gefur til kynna verður sjónum beint að kjörum aldraðra þar sem meðal annars verður fjallað um íslenska lífeyriskerfið.
Sigmundur Ernir Rúnarsson hefur umsjón með þættinum en meðal viðmælenda hans verða Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara, Ingibjörg Sverrisdóttir formaður félags eldri borgara í Reykjavík auk Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR og Stefáns Ólafssonar prófessors í félagsfræði. Eins og áður sagði er þátturinn frumsýndur sunnudagskvöldið 12. september nk., og endursýndur nokkrum sinnum eftir það.
https://gamli.frettatiminn.is/08/09/2021/eldri-borgarar-med-233-158-kronur-til-ad-lifa-a-a-manudi/
Umræða