Lögregla og slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu voru kölluð út í nótt vegna elds í bíl í Háagerði í Reykjavík, tveir dælubílar slökkviliðs voru á staðnum og grunur er um að kveikt hafi verið í bílnum.
Samkvæmt tilkynningu, var lögreglu tilkynnt um eldinn laust fyrir klukkan tvö í nótt og mikill eldur var í bílnum en greiðlega gekk þó að slökkva hann. Grunur leikur á að kveikt hafi verið í bílnum en enginn var handtekinn á vettvangi en málið er í rannsókn hjá lögreglu.
Umræða