Sigurður Þ. Ragnarsson, vel þekktur undir nafninu Siggi stormur vegna starfa hans við veðurfræði. Hefur birt á síðu sinni beiðni um hugheilar bænir fyrir son sinn Árna Þórð sem er í öndunarvél og berst nú fyrir lífi sínu á gjörgæsludeild, vegna alvarlegra líffærabilunar.
,,Árni Þórður, berst nú fyrir lífi sínu á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut og er haldið þar sofandi í öndunarvél og er nú að verða komin vika frá því sú staða kom upp. Um er að ræða alvarlega líffærabilun. En það er von. Jafnvel allnokkur von, að snúa megi þessari hræðilegu stöðu í aðra átt.
Ef þið sjáið ykkur fært, viljið og getið sent honum hugheilar bænir um bata, bata handa syni mínum, þá væri ég ykkur óendanlega þakklátur. Það er styrkur að eiga góða vini. Nú þarf ég á ykkur að halda.
Að endingu gleðilega hátið ykkur öllum til handa. Guð blessi ykkur öll.“ Segir Sigurður á síðu sinni og vinir og vandamenn hafa sent þeim hjónum og fjölskyldu hlýjar kveðjur.
Fréttatíminn sendir Árna Þórði hugheila bæn og ósk um bata og styrk til að ná heilsu á ný og jafnframt baráttu og kærleikskveðjur til foreldra og fjölskyldunnar, á þessum erfiða tíma.