Hugleiðingar veðurfræðings
Norðlægar áttir verða ríkjandi á landinu í dag, yfirleitt á bilinu 5-13 m/s en að 18 m/s syðst á Austfjörðum og með suðausturströndinni. Áframhaldandi éljagangur á norðanverðu landinu en að mestu léttskýjað syðra. Frost á bilinu 0 til 12 stig, kaldast í innsveitum.
Á morgun hvessir af norðaustri, 10-20 m/s síðdegis, hvassast á Austurlandi og Austfjörðum. Snjókoma með köflum, en nokkuð samfelld ofankoma norðaustantil. Að mestu bjart og þurrt á Suður- og Suðvesturlandi. Frost 0 til 7 stig.
Veðuryfirlit
Yfir Grænlandi er 1023 mb hæð, en 350 km A af Langanesi er 1000 mb lægð sem þokast NA. 600 km SA af Hornafirði er 985 mb lægð, sem þokast NA. Samantekt gerð: 27.12.2021 07:30.
Veðurhorfur á landinu
Norðlæg átt, 5-13 m/s, en að 18 m/s suðaustast. Él um norðanvert landið, en léttskýjað sunnantil. Vaxandi norðaustanátt á morgun, 10-20 m/s síðdegis, hvassast á Austfjörðum. Snjókoma með köflum, en samfelldari ofankoma norðaustantil. Að mestu bjart á Suðurlandi. Frost 0 til 12 stig, kaldast í innsveitum.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Austan og norðaustan 3-8 m/s, léttskýjað og frost 2 til 5 stig.
Norðaustan 5-13 m/s á morgun, skýjað með köflum og hiti í kringum frostmark.
Spá gerð: 27.12.2021 05:17. Gildir til: 28.12.2021 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Norðan og norðustan 10-18 m/s, hvassast suðaustantil. Él, en þurrt að kalla sunnanlands og bætir aðeins í úrkomu um kvöldið. Frost 0 til 10 stig, kaldast inn til landsins.
Á fimmtudag:
Norðausta 8-13 m/s með snjókomu eða éljum á norðanverðu landinu, en bjartviðri sunnan- og suðvestanland. Dregur úr frosti.
Á föstudag (gamlársdagur):
Austlæg átt og lítilsháttar snjókoma norðantil en áfram bjart sunnan heiða. Frost 1 til 6 stig.
Á laugardag (nýársdagur):
Vaxandi norðaustanátt með slyddu og síðar rigningu um sunnanvert landið en snjókomu norðanlands. Vægt frost fyrir norðan en um og yfir frostmarki syðst.
Á sunnudag:
Norðaustlæg átt með éljum um norðanvert landið en bjartara sunnanlands. Kólnar dálítið.
Á mánudag:
Útlit fyrir kalda norðanátt með snjókomu og éljum norðanlands en áfram þurru og björtu sunnantil.