Þetta er ríkisstjórnin sem staðið hefur í vegi fyrir öllum orkuframkvæmdum
„Frú forseti. Þetta er orðið algjört ófremdarástand. Ríkisstjórnin virðist algerlega týnd í stærstu málum. Ráðherrar vita oft ekki hvaða hlutverk heyra undir þá, jafnvel ekki hvað ráðuneytin heita.“ Þannig hljómar ræða Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á Alþingi þar sem hann gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega.
,,Í sóttvarnamálum virðist stjórnin sveiflast dag frá degi eftir því hvað var í fréttum daginn áður, eftir því hvar þrýstingurinn er mestur. Engin framtíðarsýn, engin stefna, enginn fyrirsjáanleiki.
Í orkumálum var allt í einu uppgötvað af hálfu ríkisstjórnarinnar núna í vikunni, að því er virðist, að það þyrfti orku eftir að farið var að fjalla um það í fréttum.
Þetta er ríkisstjórnin sem staðið hefur í vegi fyrir öllum orkuframkvæmdum frá því að hún varð til, ekki gert neitt með rammaáætlun og nú sáum við það nýverið að rammaáætlun er sett á dagskrá, eða það stendur til að skila henni síðasta daginn sem ríkisstjórnin má skila inn málum á þessu þingi. Með öðrum orðum: Það á að svæfa þetta mál eina ferðina enn.“ Sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á Alþingi.