Hugleiðingar veðurfræðings
Nú er mjög djúp lægð á vestanverðu Grænlandshafi og skil frá henni eru á leið norðaustur yfir land með suðaustan illviðri. Í kjölfar skilanna tekur við nokkuð hvöss suðvestanátt með éljagangi sunnan- og vestantil á landinu og má búast við talsverðri úrkomu á þeim slóðum í kvöld. Hiti um eða undir frostmarki. Suðlæg eða breytileg átt á morgun, víða 10-15 m/s og él, en hvöss norðaustanátt með snjókomu á Vestfjörðum. Hægari vindur og þurrt norðaustanlands. Kólnandi veður. Á miðvikudag snýst í norðanátt og fer að lægja seinni partinn.
Veðuryfirlit
Um 500 km ANA af Hvarfi víðáttumikil og vaxandi 930 mb lægð á hægri hreyfingu ANA.
Veðurhorfur á landinu
Suðaustan 23-30 m/s og snjókoma eða skafrenningur N- og A-lands framan af degi, en snýst síðan í suðvestan 8-15 og rofar til. Suðvestan 10-18 og éljagangur á S- og V-verðu landinu og hvessir og snjóar víða í kvöld. Hiti kringum frostmarki. Suðlæg átt, víða 10-18 m/s og snjókoma með köflum eða él á morgun, en norðaustan 15-23 og éljagangur eða skafrenningur NV-til. Úrkomulítið á N- og A-landi, en norðaustan 8-15 og él með kvöldinu. Frost 0 til 10 stig, kaldast NA-lands, en frostlaust við suðurströndina.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Suðvestan 10-18 m/s og él, en hvessir og snjóar í kvöld. Sunnan 8-15 og snjókoma með köflum á morgun, austlægari og él um kvöldið. Hiti kringum frostmark.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Norðan 8-15 m/s og él, en úrkomuminna SV-til. Frost 0 til 7 stig. Dregur úr vindi og léttir til á S- og V-landi síðdegis og harðnandi frost.
Á fimmtudag:
Vestlæg átt, 8-15 m/s og dálítil él um tíma V-lands og við N-ströndina, en annars bjartviðri. Frost víða 5 til 15 stig, en mildara vestast.
Á föstudag:
Hæg suðlæg átt og stöku él, en bjartviðri á N- og A-landi og talsvert frost. Gengur í austanstrekking með slyddu eða snjókomu á S-verðu landinu um kvöldið og hlýnar.
Á laugardag:
Austan- og norðaustanátt og rigning eða slydda með köflum, en úrkomulítið á N- og V-landi. Hiti kringum frostmark.
Á sunnudag:
Útlit fyrir norðaustlæga átt með snjókomu eða slyddu á N-verðu landinu, en úrkomulítið sunnan heiða. Hiti nærri frostmarki.
Spá gerð: 07.02.2022 07:45. Gildir til: 14.02.2022 12:00.