Hugleiðingar veðurfræðings
Lægð í foráttu vexti nálgast nú landið úr suðvestri. Fyrri part dags verða víða suðaustan 8-15 m/s og skúrir eða él, en bjartviðri fyrir norðan. Síðdegis versnar veðrið ört, og í kvöld verður suðaustan rok eða ofsaveður á suðurhelmingi landsins með talsverðri rigningu, slyddu eða snjókomu og hita rétt yfir frostmarki. Veðrið versnar örlítið seinna norðanlands, en þar verður kominn austan og suðaustan stormur eða rok með snjókomu og skafrenningi nálægt miðnætti.
Í nótt gengur lægðin til norðurs yfir vestanvert landið, og þá snýst í suðvestan og vestan 18-28 m/s með rigningu eða snjókomu sunnanlands, hvassast við suðvesturströndina. Í fyrramálið snýst einnig í hvassa suðvestanátt norðantil á landinu og jafnframt styttir upp um landið norðaustanvert. Viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir alla landshluta og það verður víðast hvar afar slæmt ferðaveður í kvöld og fram á morgundaginn. Seinnipartinn á morgun dregur svo úr vindi með éljum sunnan- og vestanlands og kólnar smám saman.
Rauð viðvörun vegna veðurs: Höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Faxaflói
Veðuryfirlit
650 km SV af Íslandi er ört vaxandi 970 mb lægð sem dýpkar og fer hratt NA.
Samantekt gerð: 21.02.2022 12:26.
Veðurhorfur á landinu
Suðaustan 8-15 m/s fyrri part dags og skúrir eða él, en bjartviðri fyrir norðan. Ört versnandi veður síðdegis. Suðaustan 23-30 m/s á suðurhelmingi landsins í kvöld með talsverðri rigningu, slyddu eða snjókomu og hita 0 til 4 stig. Austan og suðaustan stormur eða rok N-lands kringum miðnætti með snjókomu, skafrenningi og hita nálægt frostmarki.
Snýst í suðvestan og vestan 18-25 m/s með rigningu eða snjókomu S-lands seint í nótt, en N-til í fyrramálið og styttir þá upp á NA-verðu landinu. Hvassast við SV-ströndina í fyrramálið en á Norðurlandi vestra eftir hádegi. Minnkandi suðvestanátt seinnipartinn á morgun með éljum S- og V-lands og kólnar smám saman.
Spá gerð: 21.02.2022 12:10. Gildir til: 23.02.2022 00:00.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Suðaustan 20-30 m/s í kvöld og rigning eða snjókoma. Hiti 0 til 4 stig.
Mun hægari vindur eftir miðnætti, en gengur í suðvestan 18-25 seint í nótt. Dregur smám saman úr vindi eftir hádegi á morgun með éljum og kólnandi veðri.
Spá gerð: 21.02.2022 15:28. Gildir til: 23.02.2022 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Breytileg átt 5-13 m/s framan af degi og él á víð og dreif, en gengur í norðaustan storm á Vestfjörðum með snjókomu kringum hádegi. Norðaustan 15-23 um kvöldið og snjókoma á N-verðu landinu, en heldur hægari og þurrt syðra. Frost 1 til 7 stig.
Á fimmtudag:
Norðan 10-18 og él, en léttskýjað sunnan heiða. Frost 2 til 8 stig. Lægir seinnipartinn, styttir upp og herðir á frosti.
Á föstudag:
Gengur í suðaustan og sunnan hvassviðri eða storm með snjókomu, en síðar rigningu eða slyddu á láglendi. Hægari vindur og úrkomulítið á N- og A-landi fram eftir degi. Hlýnandi veður.
Á laugardag:
Suðvestan 5-13 m/s og él, en skýjað með köflum um landið NA-vert. Frost 0 til 6 stig.
Á sunnudag:
Fremur hæg suðlæg átt og él sunnan og vestantil en snýst í vaxandi norðaustanátt síðdegis með snjókomu um landið austanvert. Frost 0 til 6 stig.