Sigurdur Kristján Hjaltested var á milli heims og helju þegar að báturinn hans fór á hliðina og sökk svo. Einn í ísköldum sjónum
„Það var ekki mikið vindur, en það er alltaf mikill straumur á svæðinu. Skyndilega fékk ég nokkuð stórar öldur inn í bátinn að aftanverðu. Báturinn hallði og fór svo alveg á hliðina og rétti sig ekki aftur við og báturinn var í þannig læstri stöðu að hann var undir yfirborði sjávar öðru megin. Þett gerðist allt mjög hratt, ég hringdi í vin minn til þess að hjálpa mér í þessum aðstæðum sem komu upp,“ segir Sigurður Hjaltested.
Það var s.l. föstudag að bátur Sigurðar Kristjáns Hjaltested „Nero“ sökk, 3.5 km suðaustur af Kinnarodden utan Mehamn í Noregi. Vinir hans á bátnum „Treat Kristín“ komu fyrstir til bjargar og að lokum var báturinn „Pétur Henry von Koss“ kominn einnig á staðinn. Björgunaraðgerðir tóku á milli 20 og 25 mínútur og er Sigurður þakklátur fyrir hjálpina.
Sigurður Hjaltested lýsir atburðinum þannig: ,, Tveimur til þremur mínútum eftir að ég kallaði á hjálp fór ég út til að losa björgunarbátinn. Þegar ég kom í björgunarbátinn var báturinn minn næstum sokkinn. Ég varð að leita að hnífi til að skera reipið sem tengdi björgunarbátnum við bátinn. Vélin var enn í gangi bátnum sem var við það að sökkva. Möstrin komu niður í björgunarbátinn þegar að báturinn var að sökkva og svo byrjaði hann líka að leka þannig að ég þurfti að stökkva úr honum og í hafið.
Ég hélt að ég yrði að reyna að synda að landi en þá sá ég bátinn „Unn Kristin“ koma, svo ég ákvað að bíða eftir honum, segir Sigurður Hjaltested.
Ég hafði bæði björgunarbátinn nærri mér og björgunarhring, þannig að ég var alveg slakur miðað við aðstæður.
Hvernig var það að vera einn í ísköldum sjónum?
,,Ég fann ekki fyrir kuldanum en varð svolítið kalt á höndum mínum vegna þess að ég þurfti að taka af mér hanskana til að losna frá björgunarbátnum. Ég hugsaði ekki um kuldann á meðan það var að gerast, en ég fann hann.
Varstu hræddur? Nei, ég var ekki hræddur það gerðist allt svo hratt og ég vissi líka að björgunarbáturinn væri á leiðinni og að hann mundi koma fljótlega. Ég vissi líka að ég þurfti sennilega að vera í sjónum í 20 til 25 mínútur áður en björgun yrði.
Ég hafði bæði björgunarbát og björgunarhringinn, þannig að ég var alveg rólegur miðað við þessar aðstæðum. Ég hafði ekki tíma til að vera hræddur fyrr en eftir á segir Sigurður Hjaltested.
Nú leitar hann eftir því að kaupa nýjan bát og komast aftur á sjóinn. Eftir að hafa fengið smáa tíma til að jafna sig. ,,Ég er ánægður með að vera enn á lífi og ég er sérstaklega þakklátur fyrir að áhöfnin á „Unn Kristin“ bjargaði mér, Þeir voru svo fljótir á staðinn til þess að hjálpa mér og Það er mér efst í huga, þakklæti til þeirra., segir sjómaðurinn Sigurður Hjaltested sem hefur gert út í Noregi.