Rússneskir ferðamenn geta ekki komið til Íslands því stjórnvöld hafa lokað fyrir vegabréfsáritanir þeirra til landsins. Þetta tilkynnti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra samkvæmt fréttum rúv.is.
Ríkisstjórnin hefur einnig ákveðið að loka á aðgang rússneskra flugvéla að íslenskri lofthelgi. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra greindi frá því á Twitter og segir þetta gert Úkraínumönnum til stuðnings.
Fleiri ríki hafa lokað á aðgang rússneskra véla að lofthelgi sinni, svo sem Finnar og Bretar. BBC segir að Evrópusambandsríkin muni tilkynna um sameiginlegt flugbann innan skamms.
Umræða