Tilkynnt var um þjófnað úr hótelherbergi í miðborginni. Farið var inn í herbergið og stolið þaðan fartölvu ofl. verðmætum. Málið er í rannsókn lögreglu.
Ökumaður bifreiðar sinnir ekki stöðvunarmerkjum lögreglu rétt fyrir miðnætti og hann virti heldur ekki umferðarmerki og talaði m.a. í farsíma. Svo ók hann utan vegar og nær að komast undan eftir að hafa ekið út af akbrautinni og yfir móa. Ökutækið og ökumaður finnast síðar þar sem ökumaðurinn er handtekinn grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis og fíkniefna, ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum ofl. Ökumaðurinn var vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.
Klukkan 23:20 í gærkvöld var bifreið stöðvuð á Vesturlandsvegi. Ökumaðurinn var næstum búinn að valda umferðarslysi er hann ók í veg fyrir lögreglubifreið. Hann er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum.