Biden ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu
Joe Biden kom til Póllands og fundaði með Andrzej Duda, forseta Póllands í dag og einnig Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu ásamt Oleksii Reznikov, varnarmálaráðherra Úkraínu. Öryggismálin og frekari vopnavæðing úkraínska hersins var á dagskrá fundanna. Upplýsingafulltrúi bandaríska utanríkisráðuneytisins, segir Biden hafa ítrekað stuðning sinn við Úkraínu á fundinum.
Biden segir það vera afar brýnt að Bandaríkin og Pólland haldi áfram samstarfi og tryggi áframhaldandi samstöðu gegn Rússlandi. Sagan sýni að Bandaríkin megi ekki sitja hjá þegar stríð geisar í Evrópu. Alþjóðasamfélagið hefur fordæmt hernaðinn harðlega og gripið hefur verið til harðra refsiaðgerða sem fá ef nokkur fordæmi eru fyrir og Pútin hefur opinberlega kvartað yfir samstöðu samfélaga gegn Rússlandi.
„Ég er viss um að Pútín hafi haldið að hann gæti sundrað NATO og aðskilið austrið frá vestrinu og tvístrað aðildarríkjunum“ sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti á fundi með forseta Póllands í Varsjá. Pútín hafi mistekist það ætlunarverk sitt. „Heimsstyrjaldirnar tvær sýna að það kemur í bakið á okkur að sitja hjá. Ég hef lengi sagt, bæði sem öldungadeildarþingmaður, varaforseti og nú sem forseti að stöðugleiki í Evrópu skiptir Bandaríkin gífurlega miklu máli.“
https://gamli.frettatiminn.is/20/03/2022/putin-daemdur-fyrir-stridsglaepi/