Hugleiðingar veðurfræðings
Hvöss norðvestanátt á landinu mest öll í dag, nema norðvestantil. Ansi hvasst í vindstrengjum suðaustanlands, um og yfir 20 m/s með enn hvassari hviðum. Gular veðurviðvaranir má skoða betur á vedur.is, ekkert ferðaveður fyrir ökutæki og tengivagna sem taka á sig mikinn vind. Dálítil rigning áfram norðaustantil, fram eftir degi, en annars þurrt og bjart að mestu. Hiti frá 5 stigum norðanlands upp í 19 stig á Suðausturlandi. Seint í kvöld lægir og snýst í suðvestlæga átt. Þá dregur aftur fyrir vestantil, dálítil rigning í flestum landshlutum, vestanlands fyrripartinn en síðan norðantil síðdegis. Hiti 10 til 22 stig, hlýjast austanlands.
Veðuryfirlit
Um 250 km A af Dalatanga er 982 mb lægð sem fer A. Djúpt suður í hafi er 1030 mb hæð og frá henni hryggur til norðurs. Yfir Nýfundnalandi er 990 mb lægð sem fer ANA.
Veðurhorfur á landinu
Norðvestan 8-15 m/s, hægari norðvestanlands en hvassari, 15-20 m/s suðaustantil. Dregur úr vindi eftir hádegi, fyrst vestanlands. Yfirleitt bjart með köflum og þurrt, en rigning norðaustanlands fram eftir degi. Vestlæg átt 5-10 í kvöld en norðvestan 8-15 austantil. Hiti frá 5 stigum norðanlands upp í 19 stig á Suðausturlandi. Suðvestan 8-15 m/s á morgun. Hvassast norðanlands, en heldur hægari síðdegis. Rigning með köflum í flestum landshlutum, vestanlands fyrripartinn og síðan norðantil síðdegis. Hiti 10 til 22 stig, hlýjast austanlands.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Norðvestan 8-13 m/s og úrkomulítið. Bjart með köflum og norðvestan 5-10 seinnipartinn. Suðvestlæg átt og rigning með köflum á morgun. Hiti 8 til 12 stig.
Spá gerð: 18.06.2022 05:26. Gildir til: 19.06.2022 00:00.
Gul viðvörun vegna veðurs: Suðurland, Austfirðir og Suðausturland
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag:
Suðvestan 8-15 m/s, hvassast norðanlands, en heldur hægari síðdegis. Rigning með köflum í flestum landshlutum, vestanlands fyrripartinn og síðan norðantil síðdegis. Hiti 10 til 22 stig, hlýjast austanlands.
Á mánudag:
Fremur hæg breytileg átt, skýjað og dálitlar skúrir á víð og dreif. Milt veður.
Á þriðjudag (sumarsólstöður):
Vestlæg eða breytileg átt og skýjað en þurrt sunnanlands en bjart að mestu anars staðar. Hiti 8 til 15 stig.
Á miðvikudag:
Suðlæg átt og rigning með köflum í flestum landshlutum. Hiti breytist lítið.
Á fimmtudag:
Suðvestanátt og lítilsháttar væta en snýst síðar í norðlæga átt. Hiti 6 til 15 stig, hlýjast suðaustanlands.
Á föstudag:
Útlit fyrir norðlæga átt og úrkomu um norðanvert landið en þurrt og bjartara veður sunnantil. Svalt í veðri fyrir norðan en hiti breytist lítið sunnanlands.