2,4-Dínítrófenól eða DNP er iðnaðarefni sem ólöglega er selt sem fitubrennsluefni og er hættulegt til inntöku. DNP hefur valdið dauðsföllum og alvarlegum eituráhrifum. Efnið er því ekki leyfilegt til manneldis og ætti því ekki vera í umferð. Það er ólöglegt að selja DNP sem fæðubótarefni en þrátt fyrir aðvaranir frá ýmsum alþjóðalegum stofnunum virðist svo sem efnið ratast til einstaklinga í gegnum netverslun.
Matvælastofnun fær váboð tilkynningar í gegnum RASFF tilkynningakerfi (The Rapid Alert System for Food and Feed). Frá 2021 til júní 2022 hefur stofnunin fengið 3 tilkynningar um að DNP sé selt í gegnum netverslun. Á þessu sinni hafa komið tilkynningar frá Tyrklandi og Tékklandi.
Matvælastofnun hefur varað við notkun á DNP á heimasíðu sinni og útbúið upplýsingarsíðu um efnið, sjá nánar undir ítarefni. Með þessu vill Matvælastofnun beina því til neytenda að vera varkárir og að skoða með gagnrýnum augum þegar keypt er fæðubótarefni á internetinu.
Ítarefni
Umræða