Veðuryfirlit
Um 200 km NV af Lófót er kyrrstæð 996 mb lægð, sem grynnist smám saman, en skammt út Húnaflóa er 999 mb lægð, sem hreyfist ANA. Yfir Nýfundnalandi er vaxandi 997 mb lægð á hreyfingu NA.
Veðurhorfur á landinu
Suðvestan og vestan 10-18 m/s, en sums staðar mun hvassari vindstrengir sunnantil og á mið-Norðurlandi. Rigning með köflum eða skúrir, en þurrt að mestu austanlands og sums staðar mistur. Dregur úr vindi og úrkomu síðar í kvöld og nótt. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á Austfjörðum. Norðvestlæg átt, 3-10 og smá skúrir á morgun en 10-15 sunnan- og austantil í fyrstu. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á Suðausturlandi.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Suðvestan 8-13 m/s og væta öðru hverju framan af kvöldi, en síðan heldur hægari. Vestlæg eða breytileg átt, 3-8 og stöku skúrir á morgun. Hiti 7 til 11 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag:
Gengur í sunnan- og suðaustan 8-15 m/s með rigningu, hvassast við ströndina, en bjart með köflum norðaustanlands. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast á Norðausturlandi.
Á sunnudag:
Suðvestan 5-13 m/s og dálítil rigning eða skúrir, en þurrt að kalla austanlands. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á Austfjörðum.
Á mánudag:
Gengur í norðlæg átt, 5-13 m/s með rigningu á austanverðu landinu, lítilsháttar vætu norðvestantil, en þurrviðri suðvestanlands. Hiti 6 til 15 stig, hlýjast syðst.
Á þriðjudag:
Vestlæg átt, víða smáskúrir eða rigning framan af degi, en rofar síðan til austanlands. Hiti breytist lítið.
Á miðvikudag:
Útlit fyrir suðvestlæga átt með vætu, en þurrviðri eystra. Milt veður.