Kvótakerfið hefur skilið eftir sig eyðileggingarslóð um allt land, það vita allir, sama hvar í stjórnmálaflokki þeir standa. Þegar kvótaþeginn í byggðalaginu þar sem eingöngu er lifað á sjávarútvegi, selur og afsalar afnotarétti þorpsins eða bæjarins, til fiskveiða sem í daglegu tali er nefndur kvóti. Út úr byggðarlaginu, þá verða fasteignir og fyrirtæki á staðnum verðlaus.
Í verstu tilfellunum leggjast bæjarfélögin í eyði og aleiga fólks sem er bundin í fasteignum og fyrirtækjum gufar upp og verða algerlega verðlaus og ævisparnaðurinn sem er bundinn í eignunum og átti að lifa á á efri árum, hverfur og mögur ár taka við og stundum fátækt. Þetta vita stjórnmálamenn best sem hafa sett sig rækilega inn í hvernig kvótakerfið virkar, til þess að geta svarað „rétt“ fyrir sig og komast hjá því að upplýsa um óþægilegar staðreyndir um þetta handónýta kerfi, korter í kosningar.
Þegar kvótakerfinu var logið upp á þjóðina á sínum tíma og var aðdragandi þess t.d. útskýrður sæmilega, í þáttunum Verbúðin á Rúv.is en þar var farið á hundavaði yfir hvernig svindl-kerfið virkar en að mjög litlu leiti. Það þyrfti nokkrar seríur í viðbót til að fletta ítarlega ofan af kerfinu.
Víkjum nú að því sem er að eiga sér stað núna í Grindavík, þar er fyrirtæki á Austfjörðum að kaupa eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki á Suðurnesjum sem er staðsett í Grindavík sem reiðir sig nær eingöngu á sjávarútveg og hefur gert síðustu aldir. Þetta er gamalt og gróið fyrirtæki sem er búið að vera til í meira en hálfa öld og vel á þriðja hundrað manns vinna hjá því. Þá eru ótalin öll störfin sem tengjast fyrirtækinu óbeint og öll þau fyrirtæki sem þjónusta fyrirtækið.
Hvar var bæjarstjórn Grindavíkur?
Kannski verður Vísir áfram í Grindavík, kannski ekki? Guggan átti að vera á Ísafirði, þvi var lofað og það svo svikið áður en blekið náði að þorna á samningnum. Öll útgerð var þurrkuð út í Hafnarfirði og Sandgerði og nærsveitum sem og Þorlákshöfn sem eru næstu útgerðarbæir við Grindavík, á Akranesi og víða á Vestfjörðum af kvótaþegum í öðrum byggðarlögum sem vildu græða og græða og kunnu sér ekki hóf, og kunna sér ekki hóf ennþá. Kannski verður Vísir áfram í Grindavík, kannski ekki? Kannski færist bolfiskvinnslan frá Austfjörðum til Grindavíkur, hvað verður þá um það byggðarlag? Hvar er Byggðastofnun og hver eru byggðarsjónarmið Alþingis og hver á að stjórna hvar byggð er í landinu og hvar ekki?
Verbúðin Ísland: Hverjum datt í hug sú þvæla að kvótaþakið ætti að vera 12% og hví mega sumir sem eru vinir ríkisstjórnarinnar fara yfir það? Væri ekk betra að hafa það 3 til 4% út frá byggðarsjónarmiðum? 3-4% = 25 til 35 stór fyrirtæki um allt land (sem myndu skila arði sínum á sínu heimasvæði en ekki til aflandseyja eins og sum útgerðarfélög hafa gert og gera jafnvel enn,) í stað 12% = 8 stór fyrirtæki á enn færri stöðum? En að öðru.
Það sem vakti undrun mína var að bæjarstjórn Grindavíkur var líklega síðust til að frétta af sölu á mjólkurkú bæjarins, samkvæmt svörum forseta bæjarstjórnar frétti hún af þessari sölu fyrir tilviljun í sjónvarpsfréttum, líklega með þeim síðustu sem fengu veður af þessum díl upp á 31 milljarð sem rennur í vasa einnar fjölskyldu.
En til þess að upplýsa hana og aðra sem eru í bæjarstjórn í Grindavík, þá var það vilji sumra þingmanna á Alþingi þegar þessi ólög voru samþykkt um kvótakerfið, að sveitarfélög hefðu forkaupsrétt af öllum veiðiheimildum sem eru einungis til afnota og ekki til eignar einstakra aðila og er úthlutað í eitt ár í senn til skipa og eru sameign þjóðarinnar allrar, en ekki útvaldra.
Hvernig í veröldinni vissi bæjarstjórn Grindavíkur ekki af þessum gjörningi þegar lögin eru svona skýr um vilja Alþingis, löggjafavaldsins sem setti þessi lög sem umboðsmenn þjóðarinnar? Hvað er Katrín Jakobsdóttir að væla, kann hún ekki lögin sem forsætisráherra, hefur hún aldrei heyrt um 12. grein um stjórn fiskveiða? Er nokkuð á bak við þetta væl í henni frekar en annað, þar á bæ, fylgið farið og trúverðuleikinn áður, sömu leið. Ef hún vill reisa trúverðuleika sinn við, þá ræður ríkisstjórnin yfir öllum aflaheimildum í landinu og getur tekið þær af með einu pennastriki og fært á milli landshluta eins og vilji Alþingis stóð til við lagasetninguna. Hví var Grindavík ekki boðinn forkaupsréttur sbr. 12. grein laga um stjórn fiskveiða? Voru Grindvíkingar plataðir?
Lög um stjórn fiskveiða
12. gr.
Eigi að selja fiskiskip, sem leyfi hefur til veiða í atvinnuskyni, til útgerðar sem heimilisfesti hefur í öðru sveitarfélagi en seljandi á sveitarstjórn í sveitarfélagi seljanda forkaupsrétt að skipinu. Forkaupsréttur skal boðinn skriflega þeirri sveitarstjórn sem hlut á að máli og söluverð og aðrir skilmálar tilgreindir á tæmandi hátt. Sveitarstjórn skal svara forkaupsréttartilboði skriflega innan fjögurra vikna frá því henni berst tilboð og fellur forkaupsréttur niður í það sinn sé tilboði ekki svarað innan þess frests.
Neyti sveitarstjórn forkaupsréttar skv. 3. mgr. þessarar greinar skal hún þegar gefa útgerðaraðilum, sem heimilisfesti eiga í sveitarfélaginu, kost á að kaupa skipið og skal opinberlega leita tilboða í það.
Sé skipi ráðstafað andstætt ákvæðum þessarar greinar um forkaupsrétt getur forkaupsréttarhafi krafist þess að salan verði ógild enda sé málsókn hafin innan sex mánaða frá því að hann fékk vitneskju um söluna. Forkaupsréttur gildir ekki sé skip selt á opinberu uppboði. Ákvæði þessarar greinar um forkaupsrétt gilda ekki við sölu opinna báta.
1. gr.
Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.
https://gamli.frettatiminn.is/18/09/2021/hefur-skilid-eftir-sig-eydileggingarslod-um-allt-land/