Hugleiðingar veðurfræðings
Í dag verða tvær smálægðir nálægt landinu. Önnur lægðin ferðast meðfram austurströndinni til norðurs og hin skammt vestur af landinu, líka til norðurs. Staðsetning lægðanna veldur breytilegum vindáttum og vindhraða. Í stuttu máli verður suðlæg eða breytileg átt 5-13 m/s, hvassast norðaustantil framan af degi en á Suðvesturlandi seinnipartinn. Rigning eða súld öðru hvoru í flestum landshlutum. Það er enn frekar milt í veðri með hita á bilinu 2 til 10 stig.
Á morgun snýst í austlæga átt 5-10 og léttir til en lítilsháttar væta verður norðvestantil í fyrstu. Það bætir í vind seinnipartinn og fer að rigna syðst seint annað kvöld. Hiti breytist lítið. Það snýst í norðlæga átt 5-13 á miðvikudag með rigningu víða, og sums staðar slyddu fyrir norðan. Svo dregur úr úrkomu sunnantil seinnipartinn. Hiti 0 til 7 stig, hlýjast syðst.
Veðuryfirlit
Á Grænlandshafi er 976 mb lægð sem hreyfist lítið, og frá henni liggur drag til A. 1300 km S af Reykjanesi er vaxandi 987 mb lægð á N-leið.
Veðurhorfur á landinu
Suðlæg eða breytileg átt 5-13 m/s, hvassast austantil framan af degi en á Suðvesturlandi seinnipartinn. Rigning eða súld öðru hvoru í flestum landshlutum. Hiti 2 til 10 stig að deginum, hlýjast syðst. Dregur úr úrkomu í nótt. Suðlæg átt 3-10 á morgun og skýjað með köflum. Þurrt að mestu en dálítil væta norðantil. Snýst í austlæga átt 5-13 síðdegis og rigning syðst seint annað kvöld. Hiti 2 til 9 stig yfir daginn.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Suðlæg átt 3-8 m/s og lítilsháttar væta en 8-13 seinnipartinn. Austan 5-10 og bjart með köflum á morgun. Hiti 3 til 7 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Austlæg átt 5-13 m/s, skýjað með köflum og þurrt að mestu en dálítil rigning eða slydda austanlands um kvöldið. Hiti 1 til 6 stig en kringum frostmark norðaustantil.
Á miðvikudag:
Norðlæg átt 8-13 og rigning eða slydda norðan- og austanlands en úrkomuminna sunnan- og vestantil. Hiti 0 til 7 stig, mildast syðst.
Á fimmtudag:
Norðlæg átt 8-15 og rigning eða slydda með köflum, snjókoma inn til landsins en þurrt að kalla sunnan- og vestanlands. Hiti víða 0 til 5 stig.
Á föstudag:
Austlæg átt, skýjað og sums staðar smá rigning eða slydda en yfirleitt léttskýjað suðvestantil. Fremur svalt í veðri.
Á laugardag:
Norðaustlæg átt með dálítilli rigningu eða slyddu en úrkomulítið suðvestanlands. Hiti 0 til 5 stig.
Á sunnudag:
Norðanátt, skýjað og sums staðar rigning eða súld en bjart að mestu á Suðvesturlandi. Hlýnandi veður.