Hugleiðingar veðurfræðings
Það verður austan 5-13 m/s í dag en 13-18 um sunnanvert landið. Stöku skúrir sunnan- og vestanlands en þurrt að kalla fyrir norðan. Léttir til vestantil um hádegi. Það kólnar hægt, hiti 0 til 5 stig síðdegis.
Vaxandi norðaustanátt í nótt, 10-18 m/s en 18-23 á suðaustanverðu landinu. Má búast við snörpum vindhviðum við fjöll, einkum frá Eyjafjöllum til Hafnar í Hornafirði sem geta verið varhugaverðar fyrir vegfarendur, sérstaklega ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Dálítil él norðan- og austanlands, en bjartviðri suðvestantil. Dregur hægt úr vindi annað kvöld. Hiti um eða yfir frostmarki.
Norðaustan 8-15 á fimmtudag og rigning, einkum austanlands, en úrkomulítið á Vesturlandi. Hlýnandi veður, hiti 2 til 7 stig seinnipartinn.
Spá gerð: 22.11.2022 06:20. Gildir til: 23.11.2022 00:00.
Veðuryfirlit
Um 800 km SSA af Hvarfi er 966 mb lægðarsvæði sem fer A. 300 km S af Svalbarða er nærri kyrrstæð 1023 mb hæð.
Samantekt gerð: 22.11.2022 07:50.
Gul viðvörun vegna veðurs: Suðurland, Suðausturland og Miðhálendi
Veðurhorfur á landinu
Austan 5-13 m/s, en 13-18 við suðurströndina. Bjartviðri á Vestur- og Norðurlandi, en dálitlir skúrir suðaustan- og austanlands.
Norðaustan 10-18 á morgun, en 18-25 í vindstrengjum á sunnanverðu landinu. Él eða skúrir austan- og norðanlands, en þurrt suðvestantil. Hiti 0 til 6 stig.
Spá gerð: 22.11.2022 09:50. Gildir til: 24.11.2022 00:00.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Austan 5-10 m/s síðdegis og léttskýjað.
Norðaustan 8-15 á morgun og skýjað með köflum, hvassara um tíma á Kjalarnesi. Hiti 1 til 5 stig. Spá gerð: 22.11.2022 09:43. Gildir til: 24.11.2022 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:
Austan 8-15 m/s með rigningu, einkum austanlands, en þurrt að kalla á Vesturlandi. Hlýnar heldur, hiti 3 til 8 stig síðdegis.
Á föstudag:
Austan og norðaustan 8-15. Yfirleitt þurrt um landið suðvestanvert, en rigning með köflum í öðrum landshlutum og talsverð rigning á Austfjörðum. Hiti breytist lítið.
Á laugardag:
Suðaustan og austan 8-13 og rigning eða súld, en hægari vindur og þurrt að kalla norðanlands. Hiti 3 til 8 stig.
Á sunnudag:
Austlæg átt með rigningu, en úrkomulítið á Vesturlandi. Hiti svipaður.
Á mánudag:
Fremur hæg breytileg átt, skýjað með köflum og yfirleitt þurrt. Hiti 1 til 6 stig.