Fram kemur á vef Samfylkingarinnar að nýr formaður og stjórn var kosin á ársþingi Kvennahreyfingarinnarinnar. Hildur Rós Guðbjargar var kosin formaður og tekur hún við af Steinunni Ýr Einarsdóttur. Við óskum Hildir Rós til hamingju og þökkum Steinunni Ýr fyrir sín störf í þágu Kvennahreyfingarinnar.
Nýja stjórn skipa, Birgitta Ásbjörnsdóttir, Ingibjörg Stefánsdóttir og Valgerður María Guðmundsdóttir . Í varastjórn eru þær Guðrún Catherine Emilsdóttir, Kolbrún Magnúsdóttir og Ragna Sigurðardóttir.
Gerðar voru lagabreytingartillögur og tóku þær gildi strax. Ný stjórn er því kjörin til tveggja ára í stað eins og mun ársþing verða að landsþingi Kvennahreyfingarinnar og skal það haldið á tveggja ára fresti og fylgja tímasetningu Landsfundar Samfylkingarinnar.
Eftir að aðalfundarstörfum lauk var haldin jólahygge Kvennahreyfingarinnar. Hefð hefur skapast að vera með upplestur fyrir jólin og í þetta sinn var það Jónína Leósdóttir sem las upp úr nýútkominni bók sinni Varnarlaus.