• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Styrkja
  • Innskráning
  • Nýskráning
Sunnudagur, 31. ágúst 2025
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
FRÉTTATÍMINN
No Result
View All Result
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur

 

 

Umferðarslys á höfuðborgarsvæðinu

Ritstjórn skrifað af Ritstjórn
1. febrúar 2023
in Fréttir, Innlent
A A
0

Í síðustu viku slösuðust þrettán vegfarendur í sex umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 22. – 28. janúar, en alls var tilkynnt um 27 umferðaróhöpp í umdæminu að því er segir í tilkynningu lögreglunnar.

Sunnudaginn 22. janúar kl. 4.47 var bifreið ekið suður Selásbraut í Reykjavík, en á móts við Næfurás missti ökumaðurinn stjórn á bifreiðinni, sem snérist í hringi kanta á milli, yfir umferðareyju uns hún stöðvaðist þversum á veginum. Hálka var á vettvangi. Ökumaðurinn, sem er grunaður um fíkniefnaakstur, og tveir farþegar voru fluttir á slysadeild.

Mánudaginn 23. janúar kl. 19.25 var bifreið ekið norður Norðurvör í Kópavogi, en ökumaður hennar hugðist beygja vestur Vesturvör þegar annarri bifreið var ekið vestur Vesturvör svo árekstur varð með þeim. Biðskylda er á Norðurvör gagnvart umferð um Vesturvör. Annar ökumannanna var fluttur á slysadeild.

Tvö umferðarslys voru tilkynnt miðvikudaginn 25. janúar. Kl. 13.22 var bifreið ekið norður frárein frá Kringlumýrarbraut í Reykjavík, og áleiðis í vinstri beygju vestur Bústaðaveg, þegar annarri bifreið var ekið austur Bústaðaveg svo árekstur varð með þeim. Umferðarljós eru á gatnamótunum, en samkvæmt vitnum var grænt ljós fyrir umferð frá fráreininni vestur Bústaðaveg. Annar ökumannanna var fluttur á slysadeild. Og kl. 21.41 var bifreið beygt af Fjarðargötu í Hafnarfirði, gegnt Pylsubarnum, og áleiðis inn á Linnetsstíg þegar bifhjóli var ekið úr gangstæðri átt á Fjarðarhrauni svo árekstur varð með þeim. Ökumaður bifhjólsins, sem var með öryggishjálm, var fluttur á slysadeild.

Tvö umferðarslys voru tilkynnt föstudaginn 27. janúar. Kl. 20.27 var bifreið ekið Eiríksgötu í Reykjavík og beygt til hægri inn á Barónsstíg þar sem hún hafnaði á gangandi vegfaranda, sem var á leið yfir götuna. Gangandi vegfarandinn var fluttur á slysadeild. Ökumaðurinn er grunaður um fíkniefnaakstur. Og kl. 23.14 var bifreið ekið vestur Norðurströnd á Seltjarnarnesi, nærri gatnamótum við Barðaströnd, og framan á aðra bifreið, sem kom úr gagnstæðri átt. Talið er að annarri bifreiðinni hafa verið ekið hratt og ógætilega við framúrakstur og á öfugum vegarhelmingi þegar áreksturinn varð. Bleyta var á vettvangi. Báðir ökumennirnir og fjórir farþegar voru fluttir á slysadeild.

Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli á mikilvægi þess að allir vegfarendur fari ávallt varlega í umferðinni og virði gildandi umferðarlög.

Umræða
ShareTweet
Ritstjórn

Ritstjórn

AUGLÝSING
  • ,,Einn mesti glæpamaður sögunnar hverfur brátt af sviðinu“

    ,,Einn mesti glæpamaður sögunnar hverfur brátt af sviðinu“

    21 deilingar
    Share 8 Tweet 5
  • Áskrifandi að kvóta og leigir fyrir milljónir af sundlaugabar í sólarlöndum

    55 deilingar
    Share 22 Tweet 14
  • Vindorkan hefur eyðilagt landið

    9 deilingar
    Share 4 Tweet 2
  • ,,Ætla nú að reyna að stela 180 milljóna fasteign – Féflettu þrjá tengdasyni“

    1401 deilingar
    Share 560 Tweet 350
  • Spillingin þrífst hjá Sjöllunum – Hagsmunir kvótaerfingja þingmanna varðir á Alþingi

    50 deilingar
    Share 20 Tweet 13
AUGLÝSING

Fréttatíminn © 2023

Hæ!

Login to your account below

Gleymt Lykilorð Nýskráning

Create New Account!

Fill the forms bellow to register

Fylla þarf út alla reiti. Skrá inn

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Skrá inn

Viltu stykrja óháða blaðamennsku?

Með því að styrkja Fréttatímann gefur þú óháðri blaðamennsku sterkari rödd.


    This will close in 0 seconds

    Add New Playlist

    No Result
    View All Result
    • Fréttir
      • Innlent
      • Erlent
    • Viðskipti
    • Aðsent & greinar
    • Afþreying
    • Neytendur

    Fréttatíminn © 2023

    Are you sure want to unlock this post?
    Unlock left : 0
    Are you sure want to cancel subscription?