Elva Hrönn Hjartardóttir, fyrrverandi stjórnarmaður Vinstri grænna og varaformaður flokksins í Reykjavík sagði sig úr flokknum í dag. Hún segist ekki geta kennt sig við hreyfingu „sem samþykkir þau mannréttindabrot sem nýsamþykkt útlendingafrumvarp felur í sér.“
Elva greinir frá þessu í Facebook-færslu. Þar þakkar hún flokksmeðlimum samfylgdina en hún hefur verið meðlimur flokksins í sex ár. Þá sagði varaþingmaður flokksins sig úr flokknum í gær auk þess sem minnst þrjátíu flokksbundnir hafa tilkynnt úrsögn sína. Hrun hefur orðið á fylgi flokksins frá kosningum og framíköll og læti voru á þingi flokksins á Akureyri þegar Katrín Jakobsdóttir flutti stefnuræðu sína.
Meðal annars féllu þar fúkyrði í garð formannsins eins og ,,„Ég get ekki hlustað á þessar helvítis lygar,“ sem beint var beint að forsætisráðherra sem var í púlti.
https://gamli.frettatiminn.is/16/03/2023/varathingmadur-vg-segir-sig-ur-flokknum/
Umræða