Umferðarslys varð við Esjumela um sjöleytið í gærkvöld þar sem ökumaður missti meðvitund vegna veikinda. Bifreiðin hafnaði út af veginum en ökumaðurinn slapp með litla áverka og var hann fluttur á slysadeild.
Nóg er búið að vera gera um páskanna hjá slökkviliði og á síðasta sólarhring var farið í 90 sjúkraflutninga og þrjú útköll voru á dælubílum. Helmingur útkalla sjúkrabíla voru forgangsflutningar sem er lang yfir meðaltali og fóru mörg þessara útkalla áfengistengd eins og oft áður.
Útköll dælubíla voru vegna tveggja umferðarslysa og eitt vegna viðvörunarkerfis þar sem eldamennska var orsökin. Nú eru starfsmenn sem staðið hafa vaktina um helgina komnir í langþráð páskafrí, eftir mjög annasama helgi.
Umræða