Lögregla kannar nú hvort myndband af manndrápinu sé í dreifingu að því er fram kemur í fréttum ríkisútvarpsins. Þar segir að eitt ungmennanna hafi tekið árásina upp á myndband. og að ágreiningur milli aðila hafi byrjað á bar í næsta nágrenni.
Vegfarandi tilkynnti til lögreglu að það væru átök á bílastæðinu við Fjarðarkaup í Hafnarfirði á tólfta tímanum í fyrrakvöld. Fann lögreglan þar pólskan mann á þrítugsaldri sem hafði verið stunginn margsinnis með hnífi og var hann úrskurðaður látinn skömmu síðar.
Fjögur íslensk ungmenni, öll undir tvítugu, þrír piltar og ein stúlka, voru handtekin og svo leidd fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness og úrskurðuð í gæsluvarðhald.
https://gamli.frettatiminn.is/21/04/2023/mannslat-fjoldi-stunguaverka-meintir-gerendur-a-taningsaldri/
https://gamli.frettatiminn.is/21/04/2023/fjorir-urskurdadir-i-gaesluvardhald-vegna-mannslats/
Umræða