Gengi krónunnar gagnvart evru verði 100 krónur – ,,Gengi krónunnar er falsað“
Ólafur Jónsson togaraskipstjóri með meiru bendir á að þjóðin á 900 milljarða króna í reiðufé sem gjaldeyrissjóð í Seðlabankanum og vill að gjaldeyririnn verði seldur til hagsbóta fyrir þjóðina. Bankinn hafi með markvissum hætti haldið niðri verðgildi krónunnar með uppkaupum á henni sem komi sér mjög illa fyrir almenning í landinu. Þá bendir hann á að verðbólgan í Danmörku hafi lækkað um helming án vaxtahækkana og að gjaldmiðillinn sé tengdur við evru.
Ólafur vill að gengi krónu gagnvart evru verði 100 krónur, það sé rétt gengi krónunnar. Hann hefur fylgst grannt með gengi krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum um árabil og segir gengi hennar falsað fyrir stórútgerðina á kostnað almennings.
Kaupmætti venjulegs fólks sé haldið niðri með fölsun á gengi krónunar og það komi harkalega niður á kaupmætti fólks í landinu. Heyra má pistilinn í heild sinni hér þar sem Ólafur útskýrir hvernig Seðlabankinn er sagður stýra gengi gjaldmiðilsins og halda honum niðri fyrir fáa sérhagsmunaaðila á kostnað fjöldans. – Fyrst birt í maí 2023.
Landsbankinn dæmdur – ,,Tugir milljarða sem talið er að bankarnir hafi oftekið“
Landsbankinn dæmdur – ,,Tugir milljarða sem talið er að bankarnir hafi oftekið“
Umræða