Kona með einhverfu sem á þann draum heitastan að ferðast til Bandaríkjanna brá á það ráð að perla og selja armbönd til að komast í draumaferðina. Armböndin hafa slegið í gegn og vonast hún til að geta heimsótt Mínu og Mikka mús í Disney World á næsta ári. Fjallað var um söfnunina í kvöldfréttum og á Vísi.is
Íris Ösp Símonardóttir er 35 ára gömul kona með einhverfu. Hún býr í þjónustukjarna í Njarðvík ásamt kettinum Garfield.
Íris hefur fjölbreytt áhugamál og á til að mynda eitt flottasta bangsasafn landsins. Íris birti auglýsingu á Facebook og viðbrögðin voru framúr björtustu vonum.
Fram kemur í fréttinni að það hafi verið draumur Írisar í mörg ár að heimsækja Disney World í Flórída.
„Útaf ég hef aldrei komið til Bandaríkjanna og mig langar svo að fara,” segir Íris í viðtalinu og bætir við að hana langi til að hitta Mínu og Mikka mús og kaupa hluti frá Disney. Og hitta Elsu í Frozen. Svo fer ég kannski í dýragarð og á McDonalds. Mér finnst McDonalds svo gott,“ sagði Íris.
Armböndin auglýsti hún á Facebook og hægt er að smella hér til að panta.