Átta ára drengur lést í umferðarslysi á Ásvöllum í Hafnarfirði síðdegis í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu.
Lögreglu barst tilkynning um slysið tíu mínútur yfir fimm og fóru viðbragðsaðilar strax á vettvang. Slysið varð syðst á Ásvöllum við bílastæði milli Ásvallalaugar og íþróttahúss Hauka.
Drengurinn var á reiðhjóli þegar hann varð fyrir steypubíl.
Umræða