Snjóa leysir, aukin hætta á votum flóðum
Lögreglan á Vestfjörðum vill vekja athygli á veðurspá Veðurstofu Íslands, sérstaklega gagnvart sunnanverðum Vestfjörðum.
Frostlaust hefur verið til fjalla síðan á miðnætti, aðfaranótt sunnudags. Það er spáð áframhaldandi hlýindum næstu daga. Seinnipartinn í dag kemur úrkomubakki inn á landið úr vestri og er spáð rigningu í kvöld og nótt, mestri á sunnanverðum Vestfjörðum, Snæfellsnesi og suðvestanverðu landinu. Leysingin eykst með rigningunni og er spáð mikilli lesyingu í kvöld og nótt. Jafnframt eykst hætta á krapaflóðum og grjóthruni.
Ekki er mikill snjór ofan við byggð á svæðinu og því ekki búist við stórum krapaflóðum. En vegfarendur og ferðafólk er hvatt til að sýna aðgæslu nærri vatnsfarvegum þar sem krapaspýjur geta borist niður. Íbúar í húsum nærri farvegum með sögu um krapaflóð eru hvattir til þess að sýna aðgæslu og ekki dvelja að óþörfu nálægt farvegunum.
Í fyrramálið dregur úr úrkomu og þá jafnframt úr hættu á krapaflóðum.