• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Styrkja
  • Innskráning
  • Nýskráning
Sunnudagur, 31. ágúst 2025
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
FRÉTTATÍMINN
No Result
View All Result
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur

 

 

Heildsala og dreifing Símans á ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu

Samkeppnishamlandi hegðun Símans gagnvart Nova

Réttur Nova tryggður til dreifingar á Enska boltanum

Ritstjórn skrifað af Ritstjórn
2. febrúar 2024
in Fréttir, Innlent, Neytendur, Viðskipti
A A
0

Varðandi frétt Fréttatímans í gær um heildsölu og dreifingu Símans á ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Kemur Heimir Örn Herbertsson, lögmaður Nova og sérfræðingur á sviði samkeppnisréttar, fram með eftirfarandi sjónarmið fyrir hönd Nova.

Tilvísun í Heimi Örn Herbertsson, lögmann Nova: ,,Samkeppniseftirlitið hefur í tvígang þurft að grípa inn í samkeppnishamlandi hegðun Símans gagnvart Nova vegna endursölu á Enska boltanum. Það er áhyggjuefni að sökum verkefnaálags og ófullnægjandi fjárheimilda geti stofnunin ekki sinnt rannsókn málsins frekar. Þetta sýnir hve mikilvægt það er að eftirlitinu séu tryggð nauðsynleg starfsskilyrði til að framfylgja af festu ákvæðum samkeppnislaga og standa þannig vörð um virka samkeppni til hagsbóta fyrir neytendur og samfélagið allt.“ – Heimir Örn Herbertsson, lögmaður Nova og sérfræðingur á sviði samkeppnisréttar.

Réttur Nova tryggður til dreifingar á Enska boltanum

,,Í júní 2023 beindi Nova kvörtun til Samkeppniseftirlitsins gagnvart Símanum.  Tilefni hennar var sú ákvörðun Símans að neita Nova um endurnýjun á samningi sem gerði Nova kleift að selja neytendum aðgang að sjónvarpsrásinni Símanum Sport sem sýnir leiki í enska boltanum og tengt efni. Slíka áskrift hafa neytendur getað keypt af Nova á lægsta verði sem í boði er.

Með bráðabirgðaákvörðun Samkeppniseftirlitsins frá 16. júlí 2023 var tekið undir sjónarmið Nova og sú skylda lögð á Símann að framlengja samning fyrirtækisins við Nova um heildsölu og dreifingu á Símanum Sport. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafnaði kröfu Símans um að fella bráðabirgðaákvörðunina úr gildi.

Samkeppniseftirlitið hefur þannig í tvígang þurft að grípa inn í samkeppnishamlandi hegðun Símans

Samkeppniseftirlitið hefur nú, með ákvörðun sinni í máli nr. 2/2024, tilkynnt að ekki sé þörf á framlengingu þessarar ákvörðunar þar sem Síminn hafi, eftir inngrip eftirlitsins, gert samning við Nova um framangreinda heildsölu og dreifingu sem gildir til júlí 2025.  Þess ber að geta að þegar Síminn fékk fyrst útsendingarrétt á Enska boltanum árið 2019 hugðist fyrirtækið ekki verða við beiðni Nova um heildsölu- og dreifingarsamning að því efni.  Þegar Samkeppniseftirlitið, að beiðni Nova, hóf athugun á þessari fyrirætlan Símans breytti Síminn afstöðu sinni og samdi við Nova.

Samkeppniseftirlitið hefur þannig í tvígang þurft að grípa inn í samkeppnishamlandi hegðun Símans gagnvart Nova vegna endursölu á Enska boltanum til að vernda samkeppnisskilyrði milli fyrirtækja og standa þannig vörð um hagsmuni og valkosti neytenda. Á hinn bóginn er áhyggjuefni að í framangreindri ákvörðun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að vegna verkefnaálags og ófullnægjandi fjárheimilda geti stofnunin ekki sinnt rannsókn málsins frekar.

Framangreind aðkoma Samkeppniseftirlitsins og fjölmörg önnur dæmi úr fortíðinni sýna svart á hvítu mikilvægi þess að eftirlitinu séu tryggð nauðsynleg starfsskilyrði til að framfylgja af festu ákvæðum samkeppnislaga og standa þannig vörð um virka samkeppni til hagsbóta fyrir neytendur og samfélagið allt.“ Segir Heimir Örn Herbertsson, lögmaður Nova og sérfræðingur á sviði samkeppnisréttar

Heildsala og dreifing Símans á ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu

Umræða
Share1Tweet1
Ritstjórn

Ritstjórn

AUGLÝSING
  • ,,Einn mesti glæpamaður sögunnar hverfur brátt af sviðinu“

    ,,Einn mesti glæpamaður sögunnar hverfur brátt af sviðinu“

    19 deilingar
    Share 8 Tweet 5
  • Vindorkan hefur eyðilagt landið

    9 deilingar
    Share 4 Tweet 2
  • Áskrifandi að kvóta og leigir fyrir milljónir af sundlaugabar í sólarlöndum

    54 deilingar
    Share 22 Tweet 14
  • ,,Ætla nú að reyna að stela 180 milljóna fasteign – Féflettu þrjá tengdasyni“

    1401 deilingar
    Share 560 Tweet 350
  • Leigja frá sér á 500.000 kr. en greiða sjálfir 26.000 kr.

    165 deilingar
    Share 66 Tweet 41
AUGLÝSING

Fréttatíminn © 2023

Hæ!

Login to your account below

Gleymt Lykilorð Nýskráning

Create New Account!

Fill the forms bellow to register

Fylla þarf út alla reiti. Skrá inn

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Skrá inn

Add New Playlist

No Result
View All Result
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur

Fréttatíminn © 2023

Are you sure want to unlock this post?
Unlock left : 0
Are you sure want to cancel subscription?