Héraðssakóknari felldi á fimmtudag niður mál gegn Alberti Guðmundssyni, leikmanni knattspyrnuliðsins Genóa á Ítalíu og íslenska landsliðsins, sem í fyrrasumar var kærður fyrir kynferðisbrot.
Þetta staðfestir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Alberts, í samtali við fréttastofu ríkisútvarpsins og segir að ástæðan sé sú að málið hafi ekki þótt líklegt til sakfellingar. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari staðfestir sömuleiðis að mál af þessu tagi hafi verið fellt niður.
Umræða