Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á þriðja tímanum vegna snjósleðaslyss í Kerlingafjöllum. Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Gæslunnar, í samtali við mbl.is.
Kona slasaðist á vélsleða og var þyrlusveit auk björgunarsveita kölluð út. Að sögn Ásgeirs lenti þyrlan á svæðinu rétt eftir klukkan hálf fjögur og verður konan flutt til Reykjavíkur. Á svipuðum tíma í gær var einnig vélsleðaslys í Kerlingafjöllum að sögn Ásgeirs í viðtali við Mbl.
Umræða