• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Styrkja
  • Innskráning
  • Nýskráning
Fimmtudagur, 31. júlí 2025
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
FRÉTTATÍMINN
No Result
View All Result
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur

 

 

Vegum lokað vegna veðurs

Vegir víða lokaðir vegna veðurs

Vegfarendur hvattir til að fylgjast með færðinni á umferdin.is

Ritstjórn skrifað af Ritstjórn
10. apríl 2024
in Fréttir, Innlent
A A
0

Vonskuveður hefur gengið yfir landið með snjókomu og hvassviðri nú um helgina. Veðrið hefur haft mikil áhrif á færðina og vegir eru víða lokaðir eða þungfærir. Vegfarendur eru hvattir til að fylgjast vel með veðurspám og kynna sér vel færðina á umferdin.is , upplýsingavef Vegagerðarinnar, ef ferðalög standa fyrir dyrum.

  • Öxnadalsheiði er lokuð vegna veðurs og verður ekki opnuð í dag en vonast er til að hægt verði að hefja mokstur strax í fyrramálið.
  • Holtavörðuheiði og Fróðárheiði eru lokaðar og ólíklegt að hægt verði að opna fyrr en á morgun, mánudag. Vegurinn um Mývatn og Möðrudalsöræfi er lokaður vegna veðurs og verður á óvissustigi fram á mánudagsmorgun.
  • Fólk er beðið um að aka með sérstakri gát um Siglufjarðarveg, en þar er þæfingsfærð eða hálka og mjög slæmt skyggni og einungis fært fjórhjóladrifsbílum. Óvissustig er á veginum og gæti hann lokast með stuttum fyrirvara.
  • Á Steingrímsfjarðarheiði er snjóþekja og skafrenningur og vegurinn á óvissustigi fram á mánudagsmorgun og gæti því lokast með stuttum fyrirvara. Dynjandisheiðin er ófær. Vegurinn um Þröskulda er ófær og verður ekki opnaður í dag. Hjáleið er um Innstrandarveg.
  • Búið er að opna veginn um Fagradal. Fjarðarheiðin er lokuð vegna veðurs og verður á óvissustigi fram á mánudagsmorgun.
  • Vegurinn um Búlandshöfða á norðanverðu Snæfellsnesi er á óvissustigi vegna snjóflóðahættu og gæti lokast með stuttum fyrirvara. Á sunnanverðu Snæfellsnesi er lokað á Útnesvegi vegna veðurs.
  •  Í Öræfasveit er búið er að opna veginn. Enn er frekar hvasst á Skeiðarársandi.
  •  Kirkjubæjarklaustur yfir á Freysnes er opið, en vegna hvassviðris er varhugavert að fara um veginn á bílum sem taka á sig mikinn vind. Einnig er talsvert sandfok við Lómagnúp.

Veðrið mun ekki ganga yfir fyrr en annað kvöld og biður Vegagerðin vegfarendur um að afla sér upplýsinga um færð og veður áður en lagt er af stað út á vegina. Allar nánari upplýsingar um færð og lokanir eru á umferdin.is .

 

Umræða
Share1Tweet1
Ritstjórn

Ritstjórn

AUGLÝSING
  • Snjóaði hressilega sunnan- og suðvestanlands

    Hverjir eiga Ísland? – Nýríkir milljarðamæringar

    128 deilingar
    Share 51 Tweet 32
  • Rústaði hjónabandinu, missti forræðið og reyndi sjálfsvíg

    46 deilingar
    Share 38 Tweet 3
  • Þessir fengu 4200 íbúðir og einbýli Íbúðarlánasjóðs – Verð frá einni milljón

    835 deilingar
    Share 334 Tweet 209
  • Lögreglan leitar tveggja manna

    27 deilingar
    Share 11 Tweet 7
  • Eftirlit með innheimtu lögmanna

    2 deilingar
    Share 1 Tweet 1
AUGLÝSING

Fréttatíminn © 2023

Hæ!

Login to your account below

Gleymt Lykilorð Nýskráning

Create New Account!

Fill the forms bellow to register

Fylla þarf út alla reiti. Skrá inn

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Skrá inn

Viltu stykrja óháða blaðamennsku?

Með því að styrkja Fréttatímann gefur þú óháðri blaðamennsku sterkari rödd.


    This will close in 0 seconds

    Add New Playlist

    No Result
    View All Result
    • Fréttir
      • Innlent
      • Erlent
    • Viðskipti
    • Aðsent & greinar
    • Afþreying
    • Neytendur

    Fréttatíminn © 2023

    Are you sure want to unlock this post?
    Unlock left : 0
    Are you sure want to cancel subscription?