Í Spursmálum, þætti Stefáns Einars Stefánssonar á vef Morgunblaðsins er Katrín Jakobsdóttir spurð út í nokkur umdeild mál sem hún hefur komið að á síðustu árum. Eitt þeirra er löggjöfin frá 2019 þar sem rétturinn til fóstureyðinga var rýmkaður. Þannig má nú eyða fóstrum í allt að 22 vikur frá getnaði en áður fyrr giltu tímamörk sem miðuðu við 16 vikur. Í sömu löggjöf var hugtakanotkun breytt þannig að þar er ekki lengur talað um fóstureyðingu heldur þungunarrof.
Fóstureyðing fram að fæðingu
,,Þá lýsti Katrín því yfir að hún teldi rétt að konur hefðu rétt til þess að eyða fóstrum allt fram að fæðingu, en hefðbundin meðganga er talin 37 til 42 vikur. Segist hún treysta konum til að taka réttar ákvarðanir um líkama sinn og að engri konu sé það léttbært að láta eyða fóstri.“ segir í kynningu þáttarins.
Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni hér:
Vill engin tímamörk á fóstureyðingum
Umræða