Hátt í 500 lögreglumenn hafa lokið grunnþjálfun við að beita rafbyssum. Brátt verða þær teknar í notkun hér á landi. Tilfellum þar sem lögregla þarf að vopnast hefur fjölgað á undanförnum árum.
Ríkisútvarpið fjallaði um málið og þar kemur fram að stefnt sé á að rafbyssur verði teknar í umferð hér á landi fyrir lok sumars. Nú er þjálfun lögreglumanna, sem fer meðal annars fram í sýndarveruleika, að ljúka.
Nú þegar hafa 464 lögreglumenn þegar lokið grunnþjálfun
„Auðvitað kemur stress í fyrsta skipti sem maður skýtur úr einhverju nýju og prófar eitthvað nýtt. En þetta gekk bara vonum framar og við vorum búin að fá góða æfingu,“ segir einn lögreglunemanna eftir að hafa skotið úr vopninu í fyrsta skipti. Þá höfðu þau áður fengið að æfa sig að skjóta úr æfingarafbyssu með frönskum rennilás í stað nálar að því er fram kemur í fréttinni.
Umræða